Standurinn Frosti

Vöruhönnun

Standurinn Frosti er stílhreinn og fallegur tveggja hæða framreiðslustandur sem tekur lítið pláss í geymslu.

Hann kemur í vönduðum flötum umbúðum sem hægt er að geyma hann í þegar hann er ekki í notkun og tekur hann því mjög lítið pláss í geymslu. Auðvelt er að setja hann saman þegar á að nota hann.