Brettaolía

kr. 2.700

100% náttúruleg með lífrænu bývaxi. Matvælavæn, lita og lyktarlaus viðarolía sem nærir og vermdar viðar- og bambus skurðarbretti og aðrar viðarvörur.

Með því að bera olíuna reglulega á viðinn eykst lífstíminn og skurðarbrettið lítur út eins og nýtt ár eftir ár.

Viðarolían verndar viðarfleti og kemur í veg fyrir að viðurinn þorni upp, springi og klofni.

Íslensk framleiðsla

 

In stock

Categories: , Tags: ,
 

Description

Leiðbeiningar:

Hreinsið skurðarbrettið með mildri sápu og volgu vatni. Þerrið og látið þorna alveg áður en olían er borin á.

Berið olíuna á viðinn með mjúkum klút og leyfið olíunni að síast inn í viðinn í nokkrar mínútur. Þurrkið síðan alla umfram olíu af með þurrum og hreinum klút.

Leyfið olíunni að þorna í 12 til 24 klukkustundir áður en skurðarbrettið er tekið í notkun. Gott er að bera olíu á allar nýjar viðarvörur einu sinni í viku fyrsta mánuðinn. Eftir það er gott að bera á viðinn einu sinni í mánuði fyrsta árið eða eftir þörfum.

Hægt er að lífga upp á eldri skurðarbretti þar sem djúpir hnífsskurðir eru sýnilegir og önnur viðaráhöld og gera eins og ný. Þá skal byrja á að slípa fletina með sandpappír. Gott getur verið að bleyta skurðarbrettið, þerra og pússa aftur. Mælum með 320 til 600 sandpappír í lokin til að fá fletina alveg slétta. Hreinsið brettið með mildri sápu og volgu vatni. Þerrið og látið þorna alveg áður en olían er borin á.

ATH. Forðist að gegnvæta viðinn með vatni og setjið aldrei viðarvörur í uppþvottavél.

 

Innihald: Pharma graded parafín olía og lífrænt bývax.

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Framleitt af Pharmartica, Grenivík fyrir Agndofa ehf.

Magn: 200 ml.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Brettaolía”

Netfang þitt verður ekki birt.