SIGRÚN BJÖRG ARADÓTTIR
Grafískur hönnuður
Ég er grafískur hönnuður að mennt frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Strax eftir útskrift 2012 hóf ég störf á auglýsingastofu í Reykjavík og hef starfað sem grafískur hönnuður síðan þá. Áður en ég fór að einbeita mér að grafíkinni vann ég sem tæknimaður og klippari og hef meðal annars unnið fyrir Stöð2, N4 og RÚV.
Snemma árs 2016 flutti ég starfsstöð mína norður til Akureyrar og fór að vinna sjálfstætt. Það er þá sem Agndofa verður að veruleika. Þar fæ ég útrás fyrir sköpunarþörfinni í gegnum grafísk hönnunar verkefni og vöruhönnun.
