Hljóðheilun í sólstofunni í vetur.

Flest alla fimmtudaga og föstudaga kl 11:30*

Hvar: Hríseyjargötu 7, 600 Akureyri.

* í boðið er að mæta allt að klukkutíma fyrr, þiggja 100% hreinan kakó (e.cacao) bolla og draga spil fyrir hljóðheilunina.

Kakó eykur virkni hljóðheilunarinnar. Það eykur blóðflæði líkamanns, opnar hjartastöðina og dregur úr líkum á að þú sofnir.

-

Verð

Stakur tími: 3.500kr
- með kakó: 4.500

10 skipta kort: 30.000 kr.
- með kakó: 40.000 kr.

Mikilvægt er að skrá sig fyrir tímann þar sem það er takmarkað pláss. Skráning í síma 820 4808, DM á facebook eða instagram eða með því að smella á hnappinn hér að neðan og senda tölvupóst

Skrá sig í tíma

HVAÐ ER HLJÓÐHEILUN

Hljóðheilun er meðferðarform þar sem unnið er með tóna og tíðni til að kalla fram djúpa slökun í líkamanum, hægja á heilabylgjum og núllstilla taugakerfið. Með þessari aðferð getur líkaminn farið að vinna í að laga það sem er kominn tími á að laga. Tíðni hljóðfæranna hjálpa einnig til við að koma jafnvægi á orkustöðvar líkamans.

Hljóðbylgjur hafa lengi verið notaðar víða um heim til heilunar. Lýsing fólks á upplifun hljóðheilunar er sjaldan eins manna á milli. Sumir finna fyrir djúpri slökun, aðrir lýsa því þannig að það sé eins og þeir finni frumurnar hristast þegar hljóðbylgjurnar ferðast í gegnum líkamann. Algengt getur verið að tilfinningar komi upp sem þarf að losa úr líkamanum eða að maður finni fyrir þrýstingi eða verk á svæði þar sem mein er til staðar sem líkaminn þarf að heila. Sumir fá til sín lausnir og svör við spurningum líkt og sálin þeirra, englar eða leiðbeinendur sendi það til þeirra. Aðrir sjá liti eða verur. Ekkert er rétt eða rangt. Upplifunin fer öll eftir ásetningi ferðalagsins hverju sinni.

Sigrún vinnur með ýmis hljóðfæri í hljóðheilun sinni eins og gong, kristalssöngskálar, röddina, vindhörpur og regnstaf.